Félag eldri borgara á Fljótsdalshéraði
Fréttir

Þorrablót 2023
Stjórn félagsins fundaði í gær 29.12.2022, og ákvað að halda Þorrablót í febrúar 2023. Við höfum tekið frá dagsetninguna 3. eða 4. febrúar og staður Eiðar. Við vonumst eftir góðum viðbrögðum frá ykkur.

Ferðasaga
Sumarferð félagsins var farin í Þingeyjarsýslur, eða á kannske frekar að segja Þingeyjarsveit. Þetta var tveggja daga ferð og var góð þátttaka eða 43 félagar. Lagt var af stað klukkan 9.00 mánudaginn 27.j úní , frá Hlymsdölum. Veðrið var ekki alveg eins og við hefðum kosið, lágskýjað og úrkoma.
Leiðsögumenn í ferðinni voru Metúsalem Einarsson og Arndís Hólmgrímsdóttir, frábærir leiðsögumenn, það var ekki komið að tómum kofanum hjá þeim.
Ekið sem leið liggur að Dettifossafleggjara og niður að bílastæði við Dettifoss, þaðan gengið að útsýnisstað við fossinn. Gaman að koma að fossinum þarna, vindurinn blés vatnsgufunni beint yfir útsýnisstaðina. Við skoðuðum líka hina útsýnisstaðina sem verið er að gera víð Jökulsárgljúfur, sem verða meiriháttar viðbót.
Ekið var áfram út á Kópasker og borðuð kjötsúpa á Skerkollu og safnið á Snartastöðum skoðað. Óvænt var svo farið upp í Gilhaga og skoðuð ullarvinnslan þar, sem var frábært. Ekið áfram í náttstað að Rauðuskriðu í Aðaldal. Gistingin frábær og virkilega góður kvöldverður.
28. júní var ekið um í Aðaldal og Laxárdal. Farnir margir útúrkrókar, Grenjaðarstaður , Hraunsrétt og farið alveg út í Sílakot og upp að Þverá í Laxárdal ,staðir sem margi hafa ekki skoðað. Ekið upp í Mývatnssveit og drukkið kaffi í Kaffiborgir (Dimmuborgir).
Á heimleiðinni var að endingu komið við hjá Fjalla-Bensa í hrauninu á Mývatnsöræfum. Heim var svo komið rétt um klukkan 19.00.
Allir glaðir og ánægðir. Veðrið spilar alltaf heilmikið inn í ferðalög þannig var það líka í þessarri ferð, það skiptust á skin og skúrir, en heilt yfir var gott ferðaveður.
Söguganga
Söguganga verður mánudaginn 20.06 2022 klukkan 13.30. Sögumaður Margrét Björgvinsdóttir. Mætum við Hlymsdali og röltum um gamla þorpið. Létt ganga og allir geta tekið þátt. Klæðnaður eftir veðri og endum á að fá okkur kaffibolla í lok göngu.
Starfið

Ferðalag um Þingeyjarsýslur
Góðir félagar !
Upplýsingar um væntanlegt ferðalag okkar um Þingeyjarsýslur 27 og 28 júní.
- ÞAÐ ERU ENN LAUS SÆTI !
- Innifalið er: Rúta, leiðsögn, gisting, kvöldverður og hádegissnarl.
- Skráning í Hlymsdölum.
- Brottför frá Hlymsdölum Kl. 9.00 mánudaginn 27. júní.
- Ferðin kostar 34.000 kr. á mann og greiðist fyrir 16. júní nk. inn á Bankareikning 0305-26-322, kt. 451092-2009
Ferðanefndin
Púttvöllurinn
Auglýsingar

Aðalfundur 2023

Hlymsdalir 7. mars kl. 15
Þriðjudaginn 7. mars kl. 15.00 heldur Stefán Þórarinsson læknir fyrirlestur sem fjallar um
hvernig aldurinn truflar okkur í athöfnum daglegt lífs.
(Það sem allir vita en enginn talar um).
Mætum og fræðumst.
Félag eldri borgara
