Skip to main content

Félag eldri borgara á Fljótsdalshéraði

Þorrablót 2023

Stjórn félagsins fundaði í gær 29.12.2022, og ákvað að halda Þorrablót í febrúar 2023. Við höfum tekið  frá dagsetninguna 3. eða 4. febrúar og staður Eiðar. Við vonumst eftir góðum viðbrögðum frá ykkur.

Ferðasaga

Sumarferð félagsins var farin í Þingeyjarsýslur, eða á kannske frekar að segja Þingeyjarsveit.  Þetta var tveggja daga ferð og var góð þátttaka eða 43 félagar. Lagt var af stað klukkan 9.00 mánudaginn 27.j úní , frá Hlymsdölum. Veðrið var ekki alveg eins og við hefðum kosið, lágskýjað og úrkoma.  Leiðsögumenn í ferðinni voru Metúsalem Einarsson og Arndís Hólmgrímsdóttir,  frábærir...

Söguganga

Söguganga verður mánudaginn 20.06 2022 klukkan 13.30.   Sögumaður Margrét Björgvinsdóttir.  Mætum við Hlymsdali og röltum um gamla þorpið.  Létt ganga og allir geta tekið þátt.  Klæðnaður eftir veðri og endum á að fá okkur kaffibolla í lok göngu. 

Munið eftir 17. júní

Þið sem hafið tök á, dragið fánann að húni

Fréttabréf öldungaráðs VR

Lesa greinina (ATH ! hún opnast í öðrum glugga)

Færeyjaferð aflýst !

Ferð félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði sem fara átti til Færeyja aflýst vegna ónógrar bólusetningar fólks. Þyrftu að sæta sýnatöku og fjögra daga sóttkví, það yrði aum ferð . Ferð verður endurgeidd.  Bestu kveðjur Ferðanefnd.