Skip to main content

Félag eldri borgara á Fljótsdalshéraði

Uppselt í Færeyjaferð

Frá Félagi eldri borgara á Fljótsdalshéraði

Uppselt er í Færeyjaferð  félagsins  þann  19. maí nk. Þau mistök urðu hjá  Smyril Line  að  ekki var gefið upp rétt verð í upphaflegu  tilboði.

 Endanlegt  verð ferðarinnar  er: kr. 80 þúsund  fyrir klefa án glugga  og kr 85 þúsund fyrir klefa með glugga. Innifalin í verði er sigling með Norrænu,  gisting í fjórar nætur með morgunverði á Hotel Brandan og allur akstur.

Skylda er að taka með sér vegabréf og gefa þarf upp  númer vegabréfs við  bókun.  Það auðveldar  vinnu ferðanefndar að þið hafið samband við Sigurjón  848 3314, netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.   eða Dísu 845 0936, netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  og gefið upp vegabréfs númer. Einnig að láta vita sem fyrst  ef þið hættið  við þar sem nokkrir eru á biðlista.