Skip to main content

Félagsstarfið

Góðan daginn.

Ýmislegt hefur á dagana drifið, en ekkert ratað hér inn á síðuna okkar, skal nú ráðin bót á því.

Aðalfundurinn okkar var haldinn 28. maí . Fundurinn var nokkuð vel sóttur eða nærri 50 einstaklingar sem mættu. Venjuleg aðalfundarstörf og sama stjórn áfram. Guðrún Benediktsdóttir formaður, Sigríður Ingimarsdóttir varaformaður, Guðlaug Ólafsdóttir gjaldkeri, Jón Þórarinson ritari, Ísak J. Ólafsson meðstjórnandi, varamenn eru Jónas Þór Jóhannsson og Ingifinna Jónsdóttir.

Nokkur umræða var um vöntun á húsnæði fyrir eldra fólk sem vill minnka við sig. Nokkrir einstaklingar hafa farið af stað með umræðu og könnun í þeim málum. Skoðanakönnun liggur frammi í anddyri Hlymsdala. Ferðanefndin er með ýmislegt á prjónunum í sambandi við ferðalög og verður spennandi að sjá og heyra hvað verður.  Að loknum fundi var spjallað saman yfir kaffibolla.  

Farið var í dagsferð í Breiðdal 10. júní. Þátttaka var góð . Leiðsögumaður í ferðinni var Páll Baldursson, fyrrverandi sveitarstjóri á Breiðdalsvík.  Farinn var hringurinn um Firði og yfir Breiðdalsheiði heim. Fyrsta stopp var á Breiðdalsvík og var farið í Kaupfélagið og brugghúsið hjá Beljanda og smakkað á bjórnum hjá þeim. Síðan var ekið var upp i Norðurdal í Breiðdal og stoppað á Skarði og staðarhaldari þar Sigurður Borgar sagði frá ferðaþjónustunni sem rekin er þar. Svo var ekið út á Breiðdalsvík í kaffihlaðborð á Hótel Bláfelli. Að lokum var ekið um Suðurbyggð Breiðdals og til Héraðs.  

Guðrún Benediktsdóttir