Skip to main content

Færeyjaferð 2023

faereyjar 2022Lýsing ferðar
Brottför frá Seyðisfirði 3. maí kl. 20:00 - koma til Þórshafnar 4. maí kl. 16:00

Brottför frá Þórshöfn 8. maí kl. 13:00 - koma til Seyðisfjarðar 9. maí kl. 9:00

Í Norrænu er gist í tveggja manna klefum og hægt er að velja klefa með glugga sem kosta um 8.000 kr eða 4.000 krfyrir manninn.
Á Hótel Brandan er gist æi tveggja manna herbergjum og er morgunvrður innifalinn. Dagana sem við dveljum í Færeyjum notum við til skoðunarferða um eyjarnar. Rúta verður með í för og reiknum við með að skoða okkur um á Straumey, Austurey, Vogey og Borðey.
Eins og fram kemur í auglýsingu kostar ferðin 127.000 kr ef valinn er klefi án glugga, en 135.000 kr ef klefinn er með glugga. Greiða þarf staðfestingargjald 35.000 kr inn á bankareikning félagsins 90 dögum fyrir brottför, þ.e. ekki seinna en þann 1. febrúar og eftirstöðvar 30 dögum fyrir brottför, þ.e. ekki seinna en þann 1. apríl.
Samkvæmt hópaskilmálum eigum við að skila Smyril line nafnalistum 3 mánuðum fyrir brottför og skulu vegabréfsnúmer farþega fylgja. Ef svo fer að bókun breytir um eiganda er gjald fyrir nafnabreytingu 4.200 kr.
Í þessari ferð sér hver um sig hvað næringu varðar utan þess að við fáum morgunverð dagana sem við gistum á Hótel Brandan og borðum þar saman kvöldverð síðasta kvöldið.